Hljóð- og vídeóupplifun á Listahátíð í Reykjavík – Inki Music

Hljóð- og vídeóupplifun á Listahátíð í Reykjavík

Verkið Meira Ástandið/Quite the Situation liggur á óljósum landamærum tón- og sjónlistar. Í þessari einstöku upplifun er gestum Listahátíðar boðið inn í listaverkið sjálft, þrískipt verk þar sem að bókverk verður að tónverki og tónverk að orðalausu samtali. Ólíkir miðlar leika saman og mynda upplifun þvert á skynfæri, sem er allt í senn heildstæð og brotakennd, húmorísk en þankavekjandi.

Efniviður verksins eru greinaskrif Íslendinga frá „Ástandsárunum“. Verkið fjallar þó ekki um Ástandið. Fremur er það samtal um samtímann með tungumáli fortíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík frumsýnir verkið en sýningarstjóri er Daría Sól Andrews.

 

Verkið er tæpur hálftími að lengd en gestum er frjálst að ganga inn hvenær sem er en það er sýnt í hringrás sem endurtekur sig. Það er þó mælst er með að upplifa verkið frá upphafi og ný sýning hefst alltaf á hálfa tímanum.

Sýningin stendur frá 12.júní 2021 til 19.júní 2021

Opnunartímar:

Þri 15.06. 13:00-17:00
Mið 16.06. 17:00-23:00
Fim 17.06. Lokað
Fös 18.06. 13:30-23:00
Lau 19.06. 10:00-20:00 – Listamannaspjall kl. 16

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Hljóð- og vídeóupplifun á Listahátíð í Reykjavík”

Your email address will not be published.

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top